Lokatölur úr Djúpi

Nú er búið að loka fyrir veiði á svæðum okkar við djúp – Hvannadals og Langadalsá. Það er víst aldeilis hægt að segja að veiðin hafi oft verið meiri,  en hún hefur líka á stundum verið minni.

Langadalsá –  158 laxar

Hvannadalsá – 68 laxar

Svona var það, og er þetta því miður í takt við hvernig margar ár koma undan því herrans ári 2014. En við hugsum til þess hvað gerðist árin 2012 og þrettán, þar var annað árið hreint arfaslakt en svo fylgdi dúndurár á eftir!

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is