Lokatölur úr Djúpi

Við vorum að fá í hús glóðvolgar lokatölur úr ánum okkar við Djúp- Langadals og Hvannadalsá. Skemmst er frá því að segja að þær systur hafa átt betri ár og þá sérstaklega Hvannadalsá.

Úr Langadalsá komu samtals 245 laxar og var það áberandi hve hátt hlutfall af laxinum var stórlax, smálaxinn var liðfár líkt og víða. Tveir laxar yfir 100cm veiddust og 20 laxar á milli 90-99cm.

Veiðin skiptist eftir mánuðum og svæðum sem hér segir:

VeiðisvæðiJúníJúlíÁgústSeptemberAlls laxar
Efsta svæði1227372399
Miðsvæði1240291293
Neðsta svæði421131553
Óskilgreint00000
Alls28887950245

 

     Fengsælustu flugur 2016       

Rauð Frances    57

Sunray Shadow 24

Svört Frances    17

Silfurnálin          14

 

Aron Jóhannsson hefur haldið utan um tölur úr ánni í sumar og stofnað sérstaka Facebook síðu fyrir ána. Hana má finna hér: Langadalsá

Við þökkum Aroni kærlega fyrir að halda utan um fréttir af Langadalsá.

 

Hvannadalsá endaði tímabilið í 59 löxum, og voru 34 veiddir á maðk en 25 á flugu.

 

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is