Lokatölur úr Blöndu

Blanda öll hefur verið feikifín i sumar og lauk hún keppni í 1931 laxi sem tryggir henni þriðja sætið á landsvísu.

Aðalsvæðið var líklega með þeim bestu á landinu hvað varðar veiði á stöng á dag í júlímánuði, en bestu vikurnar voru að skila yfir vel 200 löxum á stangirnar fjórar.  Júníveiðin var heldur ekkert slor en sem dæmi má nefna að í vikunni 18-25 júní veiddust yfir 90 laxar og það nær allt stórlax. Það gerir yfir þrjá stórlaxa á stöng á dag að meðaltali.

Efri svæði Blöndu voru svo sannarlega drjúg líka, en svæði fjögur var í algerum sérflokki og veiddist ákaflega vel á svæðinu allt þar til áin datt í yfirfall.

Mjög vel hefur verið selt í Blöndu fyrir næsta sumar og er til að mynda svæði IV uppselt lungan af tímabilinu. Stöngum á svæði eitt er einnig farið að fækka verulega og því er um að gera að hafa samband sem fyrst vilji menn tryggja sér stöng.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is