Lokatölur frá opnun Blöndu 2019

Opnunarhollið í Blöndu lauk veiðum nú á hádegi og var eftirtekjan eftir opnun 22 laxar sem er flottur árangur. Stærstur var 94cm lax en allt var þetta eins og gefur að skilja tveggja ára lax. 

Blanda verður aldrei þekkt fyrir vatnsleysi og nú er algjört kjörvatn í ánni. Staðan á lóninu er undir meðalagi þannig að við erum bjartsýn á að yfirfall verði til friðs þetta sumarið. 

Bendum á að finna má leyfi í Blöndu í vefsölunni okkar: Vefsala Lax-Á

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is