Leirvogsá til Lax-Á 2017

Stangveiðifélaginu Lax-Á er ánægja að tilkynna undirritun samnings um leigu á Leirvogsá til fjögurra ára frá og með sumrinu 2017.

Leirvogsá hefur lengi skipað sér sess á meðal bestu laxveiðiáa Íslands og er meðalveiði á stöng þar með því besta sem þekkist. Það er von okkar að á næstu árum nái hún að festa sig í sessi sem besta tveggja stanga á landsins.

Örlitlar breytingar verða gerðar á veiðitilhögun.

Frá og með sumrinu 2017 verður áin eingöngu veidd með flugu og sleppskylda verður á laxi yfir 70cm, hóflegur kvóti verður á smálax á stöng á dag.

Við bjóðum veiðimenn velkomna á bakka Leirvogsár sumarið 2017.

Stangveiðifélagið Lax-Á

Árni Baldursson – arnibald@lax-a.is

Jóhann Davíð Snorrason – jds@lax-a.is

Jóhann Torfi Ólafsson – johann@lax-a.is

Valgerður Árnadóttir – valgerdur@lax-a.is