Leirvogsá sjóbirtingur!

Hann Heimir Þór Gíslason var fyrsti viðskiptavinurinn sem fékk að bleyta færi í vorveiðinni í Leirvogsá.

Það gekk ljómandi vel hjá honum miðað við aðstæður og við gefum honum orðið:

“Við fórum félagarnir í Leirvogsána í gær. Það gekk á með hávaðaroki og úrhellisrigningu framan af degi og fram yfir hádegið.

Við náðum þó fjórum fiskum og vorum mjög sáttir með það. Tveir stærstu voru 71 og 73 cm. Set hér með mynd af þeim sem var 71cm en hann tók ég á  bleikan Dýrbít með kúluhaus, á dauðareki.

einn fisk veiddum við uppi í gili en hina niður á breiðunum milli Móhyls og Fitjakotshyls en þetta flaut allt saman í gær”

Veiðikveðja 

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is