Leirvogsá – laxveiði 2019

Leirvogsá hjaraði við í sumar sem leið og skilaði í heildina um 300 löxum. Við bindum vonir við enn meiri veiði á næsta ári þar sem in á mikið inni og það er bara spurning um tíma hvenær hún nær toppári aftur. 

Við kynnum til leiks örlítið breytt fyrirkomulag næsta sumar. Nú má veiða á maðk allt tímabilið nema á svæðinu frá og með Helguhyl að og með Efri Skrauta, það svæði verður eingöngu veitt með flugu allt tímabilið. 

Við boðum líka verðlækkun á leyfum í ánni fyrir sumarið 2019. Ekki oft sem þau tíðindi berast af veiðisvæði!

Við eigum nokkra góða daga lausa næsta sumar. Endilega verið í bandi við undirritaðan.

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is