Leirvogsá 2018

Eins og menn vita var reynt að gera Leirvogsá að hreinni fluguveiðiá í sumar sem leið. Það var tilraun sem gekk ekki upp og því verður þeirri ákvörðun snúið á næsta ári með ákveðnum skilyrðum.

Kvóti verður ríflegur í Leirvogsá eða sex laxar á stöng á dag og því ættu menn að geta náð sér vel í soðið úr ánni. 

Við eigum enn eitthvað af stögnum eftir fyrir næsta sumar. Verð eru óbreytt á milli ára eða frá 45.000 til 159.000 stöngin á dag. Hæst er hún um mðbik sumars en lægsta verðið er síðla september mánaðar.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is