Leirvogsá 2017

Eins og veiðimenn vita höfum við hjá Lax-Á tekið Leirvogsá á leigu frá og með árinu 2017.

Margir þekkja Leirvogsá og hafa átt góðar stundir við ána. Leirvogsá er ein albesta tveggja stanga á landsins og meðalveiðin er yfir 500 laxar á stangirnar tvær á tíu ára tímabili. Best fór veiðin í 1173 laxa árið 2008 en lökust hefur hún verið rétt yfir 300 löxum.

Öll teikn bera með sér að á næsta ári verði gott smálaxaár svo spennandi verður að sjá hvað Leirvogsá gefur.

Sú nýbreytni hefur verið tekin upp að maðkur hefur verið bannaður í ánni. Kvóti verður áfram ríflegur eða sex smálaxar á stöng á dag.

Hér má finna leyfi í ánni í vefsölunni okkar: Leirvogsá vefsala

 

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is