Laxveiðin 2019 – Bókanir hafnar!

Kæru veiðimenn,

Nú þegar þessu tímabili fer að ljúka erum við strax farin að horfa til þess næsta. 

Framboðið hjá Lax-Á verður með nánast óbreyttu sniði að því undanskildu að við verðum ekki lengur með Miðdalsá. Við höldum öllum verðhækkunum í lágmarki og flest svæði standa í stað í verði, sum lækka eins og til dæmis Leirvogsá og Svartá en örfá svæði hækka lítið eitt.

Nú erum við á fullu að bóka inn 2019 og því væri gott að fá línu frá þeim sem vilja halda dögunum sínum.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð