Laxveiðifréttir

Við höfum hlerað tíðindamenn okkar víða um land og færum ykkur glóðvolgar fréttir af ársvæðum okkar:

Í Tungufljóti hefur veiðin glæðst og veiddust 11 laxar síðustu daga.  Við bindum vonir við að göngur fari að aukast í fljótinu á næstunni. Miðað við sleppingar gerðum við ráð fyrir góðri veiði þar í sumar.

Fyrsti laxinn kom úr Miðdalsá fyrir skemmstu, 3.5 kíló lax úr fossinum.  Áin er hrjáð af miklu vatnsleysi þessa dagana líkt og fleiri ár á landinu.

Langadalsá við djúp er að nálgast 80 laxa, nær allt stórfiskur. Smálax hefur verið að ganga undanfarna daga og hafa menn fengið lúsuga laxa.

Hvannadalsá er einnig lífleg, menn sáu fimm bolta í Imbufossi lönduðu einum 85cm og einum smálax. Laxinn stoppar lítt við Djúpafoss þessa dagana heldur straujar upp ána. Menn hafa verið að fá lúsuga laxa lengst uppi í gili.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is