Laxveiðar hafnar í Skotlandi

Þeir frændur okkar Skotar státa af heldur lengra laxveiðitímabili en þekkist hér nyðra. Í gær opnaði áin Dee og er veitt þar fram í október. Fyrst í stað er það stórlax sem ber uppi veiðarnar eða það sem Skotar kalla: “Springers”.

Við fengum fréttir af opnuninni og veiddist einn nýgenginn á okkar svæði – Lower Crathes, fiskurinn vóg 13 pund og var bjartur og lúsugur. Auk þessa hrukku á land 20 niðurgöngulaxar en eins og menn geta gert sér í hugarlund er töluvert af þeim á þessum tíma. 

Önnur svæði í ánni voru líka að gefa og við fréttum t.d af tveimur löxum á land af svæðinu Cairnton & Middle Blackhall. Er meðfylgjandi mynd af öðrum þeirra sem vóg 16 pund, hinn var 15 pund mældur í háf. 

Nú styttist í að hann fari að ganga hér heima, Lóur að kvaka og læti. En á meðan getum við yljað okkur við myndir af nýgengnum skoskum laxi. 

Veiðikveðja 

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is