Laxinn mættur í Tungufljótið

Við heyrðum af því fregnir að laxinn væri mættur í Tungufljótið.  Óli á Torfastöðum var á ferð við fossinn Faxa og sá laxa stökkva á breiðunni. Það er afar ánægjulegt að heyra að hann er snemma á ferðinni í Tungufljótið eins og annar staðar.

Tungufljótið skilaði yfir 300 löxum síðasta sumar og við búumst við góðri bætingu í ár. Verði á veiðleyfum er stillt í hóf og þess má geta að opnunardagurinn er laus.

Hér má sjá leyfi: Tungufljót vefsala

 

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is