Laxinn mættur í Blöndu

Hann Höskuldur Birkir Erlingsson á Blönduósi hefur farið undanfarið og kíkt eftir laxi í Blöndu. Það er misjafnt á milli ára eins og gengur hvenær hann er mættur en yfirleitt er það ekki fyrr en í byrjun júní og stundum jafnvel ekki fyrr en degi fyrir opnun. 

Nú brá svo við að Höskuldur sá tvo væna bolta í Holunni á svæði eitt þann 25.05 sem er óvenju snemmt. Vonandi veit þetta á sterkar stórlaxagöngur nú í júní.

Nú er bara að bíða eftir að fleiri bætist í hópinn fyrir opnun sem verður þann 5.06 við höfum heyrt af þeim sem eiga að  opna ána að þeir séu farnir að missa svefn af spenningi! 

Við eigum örfáa dafa eftir í júní sem má kaupa á góðu verði í vefsölu hér: Blanda 1

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is