Lausir dagar vegna forfalla í Stóru 4

Vegna veikinda hjá viðskiptavini losnuðu dagar nú á næstunni í Stóru Laxá svæði fjögur og þar á meðal helgin. Þar sem stutt er í þetta seljum við stangirnar stakar minnst einn dag í einu og verðið á stöng per dag er einungis 28.000 með gistingu.

September er ákaflega skemmtilegur tími í Stóru þegar þessir stóru verða tökuglaðari, ekki skemmir fyrir að veiðisvæðið er eitt það alfallegasta á landinu.

Hér má kaupa leyfi: Stóra IV 

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is