Langadalsá 2018

Við viljum vekja athygli á því að við eigum enn eftir nokkur frábær holl í Langadalsá við Djúp. Áin er hreint stórkostleg fluguveiðiá og eru margir sem hafa tekið ástfóstri við hana, lítið er um flúðir í ánni og hyljirnir eins og hannaðir til fluguveiða. 

Allt umhverfi við ána er einstakt, friðsælt og fallegt með útsýni yfir Snæfjallaströndina. Húsakostur við ána er sérlega góður en sér gistihús er með átta tveggja manna herbergjum og annað hús hýsir eldhús og borðstofu. Húsin verða sjænuð og tekin í gegn fyrir sumarið. 

Langadalsá var fremur döður í sumar sem leið líkt og flestar ár fyrir vestan en við erum bjartsýn á góðan afla í sumar. Langadalsá hefur alla burði til að fara vel yfir 500 laxa á góðu sumri. 

Veiðikveðja

Jóhann Davíð

jds@lax-a.is