Hvannadalsá að gefa

Við fengum fréttaskot úr Djúpi og hann virðist vel mættur í Hvannadalsá. Ágúst Heimir var að veiða ána síðstu daga og lenti í ágætri veiði. 

Hann setti í fjóra laxa í Djúpafossi og Árdalsfljóti og landaði tveimur glæsilegum fiskum og var annar þeirra 94cm hængur sem sést á meðfylgjandi mynd. 

Við vonum að nú sé líf að færast í Djúpið og það verði gangur í þessu á næstunni.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð.