Heilir dagar í Blöndu Sv 1

Við vorum að setja inn töluvert af heilum dögum á svæði eitt í Blöndu síðsumars. Veitt er þessa daga frá kl 7-13 og aftur frá 15-21. Í pásunni geta menn rennt sér í Börger á Blönduósi. 

Gisting er ekki innifalin en finna má Fjölmarga fína gistikosti á Blönduósi. 

Blöndulón lítur vel út þessa dagana og er nú vatnshæð undir meðaltali og langt undir því sem hún var á sama tíma í fyrra en þá var lónið heilum þremur metrum hærra. 

Hér má finna leyfi í Blöndu 1:  Blanda 1 – Veiðileyfi

Veiðikveðja 

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is