Hallá á Skagaströnd

Hallá lætur lítið yfir sér þar sem hún rennur meinlætisleg til sjávar rétt hjá Skagaströnd. Hallá er fremur lítið vatnsfall og er hún veidd með tveimur stöngum allt tímabilið. Við ána er gamalt en virðulegt veiðihús þar sem menn hafa unað sér hið besta í gegn um tíðina.  Seint verður kotið talið lúsxusslot en þar er allt til staðar til að sjá um sig og sína.

Hallá hefur alltaf verð vinsæl jafnt hjá fjölskyldum og litlum veiðihópum og hefur margur maríulaxinn verið dreginn úr ánni. Hallá hefur í gegn um tíðina yfirleitt verið að skila þetta 100 -200 löxum á sumri.

Verð í ánni eru sanngjörn eða frá 17.500 upp í 48.900 á besta tíma yfir hásumarið.

Við eigum eitthvað af leyfum eftir í Hallá sumarið 2018

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is