Góður túr í Hallá

Hann Magnús Þorvaldsson er ásamt fjölskyldu sinni í Hallá líkt og hann hefur gert til tuga ára. Magnús þekkir Hallá vel enda hokinn af reynslu.

Fjölskyldan lenti í sannkölluðu Mallorcaveðri sem er hreint ekki besta veiðiveðrið þó að sólin geri útiveruna vissulega ánægjulega. En sól eða rigning virðist ekki skipta máli þegar Magnús og fjölskylda eru annars vegar því alltaf gera þau góðan túr í Hallá.

Þegar síðuritari heyrði í Magnúsi þá voru þau kominn með sex laxa og túrinn ekki búinn. Magnús sagði að nýr fiskur væri að ganga þessa dagana í ána. Áin er vatnslítil eftir þurrkinn og sagði Magnús að sést hefði fiskur áætlaður um 20 pund við Stóra stein sem kæmist líklega ekki ofar í ána.    

Hallá er komin yfir 30 laxa og síðsumarið eftir sem hefur verið hennar besti tími.

Á meðfylgjandi myndum má sjá Magnús og fjölskyldu.

 

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is