Góð veiði í Eystri

Mokveiði í Eystri, 2018, lax-a.is

Veiðin í Eystri hefur verið góð síðustu daga og hafa dagarnir verið að skila allt að 50 löxum. Fyrir hádegi í dag virðist svo stór ganga hafa komið inn þar sem 38 laxar komu á land og margir misstir. Við gætum því séð fyrsta 70+ laxa daginn í dag ef fram heldur sem horfir á seinni vaktinni. 

Við eigum enn til stangir á frábæru verði fram á föstudag og má finna þær í vefsölunni hér: Eystri Vefsala

Vinsamlegast athugið að við gefum ekki frekari afslátt af leyfunum eða seljum hálfa daga. 

Á meðfylgjandi mynd má sjá Reyni M Sigmunds  með einn vænann úr Eystri.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is