Góð skot í Tungufljóti

Tungufljót í Biskustungum hefur verið að gefa fína skot undanfarið. Veiðin hefur ekki verið mikið stunduð en þeir sem fara hafa verið að fá einn til fimm laxa á dag. 

Mest er veiðin upp við Faxa en önnur svæði eins og Breiðan hafa líka verið að gefa. Magnús Harri fór í vikunni og landaði 80 cm hrygnu sem er á meðfylgjandi mynd. Magnús kom hrygnunni í klakkistuna eins og lög ger ráð fyrir með stærri laxa á svæðinu. 

Við eigum stangir næstu daga í fljótinu á fínu verði, alltaf nægt vatn og ágæt veiðivon. Hér má nálgast leyfi: Tungufljót veiði

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is