Góð ferð í Hvannadalsá

Hann Ágúst Heimir var á ferðinni í Hvannadalsá nýlega og gerði ágætis túr. Hann sendi okkur meðfylgjandi mynd og eftirfarandi frásögn:

„Áttum fína daga í Hvannadal. Náðum 7 fiskum og þar af þremur yfir 80 cm. sem öllum var sleppt. Sá á meðfylgjandi mynd var tekinn í Stekkjarfljóti og landað 200 metrum neðar eftir skemmtilega viðureign, veiðimaðurinn er Ingólfur Ólafsson. Það var fiskur víða um ánna og mest leginn tveggja ára fiskur en þó var að ganga lítill eins árs fiskur 4-5 pund og það náðust 4 af þeim og sumir grálúsugir. Komnir 56 laxar úr ánni þegar við fórum. „