Gaman í Tungufljóti

Tungufljót í Biskupstungum leynir á sér. Fljótið hafur ekki verið átakanlega mikið stundað en yfirleitt þegar menn hafa farið hafa þeir verið að hafa þetta 1-5 lax yfir daginn. Vissulega hafa sumir núllað en það er lax þarna. 

Róbert Jóhann fór ásamt bróður sínum Aron Tómasi  í fljótið og höfðu þeir fjóra á land úr Faxa á kvöldvaktinni. 

Við eigum stangir í fljótinu fram á haust á fínu verði sem kaupa má hér í Vefsölu

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is