Fyrstu laxveiðiár opna

Norðurá opnaði fyrst laxveiðiáa í gær og var 10 löxum landað í gærdag og bættust svo tveir við í kjölfarið fyrir hádegi í dag. Blanda fylgdi fljótt í kjölfarið og opnaði í dag. Fyrir hádegi í dag voru komnir 4 laxar á land í Blöndu. Á myndinni má sjá Reyni með lax úr Blöndu í morgun.
Í Þverá komu 3 á land fyrir hádegi og 3 sluppu.

Það er því óhætt að segja að laxinn sé kominn víða í árnar hérna heima. Búist er við mikið af smálaxi í sumar þar sem góðar aðstæður hafa verið í hafi, svo það verður spennandi að sjá hvernig sumar fer. Hægt er að finna laus leyfi í vefsölunni okkar.