Fyrstu laxarnir komnir úr Tungufljóti

Við heyrðum í Jónasi veiðiverði í Tungufljóti og hann sagði okkur að fyrstu laxarnir hefðu komið í vikunni. Annar laxinn kom í Faxa og sá veiðimaður missti fleiri. Hinn laxinn kom í tilraunaveiðum neðar á svæðinu, grálúsugur. Fiskar hafa líka sést bylta sér við Faxa síðustu daga og fyrstu göngurnar virðast nú vera að skila sér heim. Veiðiálag í Fljótinu hefur verið mjög lítið frá opnun en við eigum stangir á næstunni á mjög góðu verði. Tungufljót vefsala

Veiðikveðja

Jóhann Davíð –  jds@lax-a.is