Fyrstu laxarnir komnir úr Hvannadalsá

Við sögðum ykkur frá því fyrir skemmstu að lax hefði sést í Hvannadalsá. Áin opnaði í vikunni og fyrstu laxarnir eru komnir á land.

Ágúst Heimir og félagar gerðu sér lítið fyrir og veiddu sex laxa í dag, fimm af þeim var sleppt aftur. Á meðfylgjandi mynd má sjá hluta af aflanum. Laxrnir voru teknir í Djúpafossi, Árdalsfljóti og Imbufossi.

Við eigum daga á næstunni í Hvannadalinn á mjög fínu verði. Leyfi má finna hér: Hvannadalsá leyfi

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is