Fréttir úr Ísafjarðardjúpi

Árnar okkar við Djúp – Langadals og Hvannadalsá hafa verið í ágætu formi í sumar. Nú er Langadalsá komin í um 180 laxa og Hvannadalsá í um 70.

Holl sem var við veiðar í Langadalsá 7-10.08 lönduðu 20 löxum og voru það mest nýr smálax, sumir lúsugir.   

Lýður Óskar Haraldsson var við veiðar í Hvannadalsá og sendi okkur eftirfarandi pistil:

Mig langaði bara að færa þér smá fréttir að vestan. Núna yfir helgina vorum við þar, náðum að landa einum ca. tveggja kg. og misstum einn álíka. Hvort það var veðrið (15-20 stiga hiti og heiðskýrt allan tímann) eða okkar klaufaskapur að ekki hafi komið meira skal ósagt látið, en við sáum lax á öllum stöðum, bókstaflega, alveg frá Djúpafossi og uppúr. Allt virtist þetta vera smálax. Einn var meira að segja það grófur að hann stökk upp Imbufoss ca. 50 sentimetrum frá mér. Nú hef ég stundað laxveiði í ca. 30 ár, en sjaldan séð jafn mikið af laxi í einni og sömu ferðinni. Annað sem ég bara verð að taka fram er hvernig húsið leit út núna. Það var alveg til fyrirmyndar hvernig þeir á undan okkur hafa gengið frá 

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is