Fréttir af Hvannadalsá

Hvanndalsá, salmon fishing, lax-a.is

Við fengum sent skeyti frá Odd Þorra sem var við veiðar í Hvannadalsá sem var svohljóðandi:

“Við vorum í Hvanndalsánni laugardag til sunnudag og fengum sjö laxa á þremur vöktum.

Allir nýgengnir með lús og það var talsvert af laxi í Árdalsfossi/Sjávarfossi að stökkva og sýna sig. Þurftum að nota maðkinn þar en tveir tóku flugu í Árdalsfljóti þar fyrir neðan (misstum reyndar tvo á flugu í fossinum). Sáum líka að lax var genginn upp í Imbufoss en hann lá djúpt”

Það er ljóst að Oddur og félagar hafa lent í góðri veiði og vonandi verður framhald á. 

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is