Fréttaskot úr Djúpi

Við heyrðum frá ánum okkar við Djúp – Langadals og Hvannadalsá.

Í Langadalsá veiddi hollið sem hætti veiðum 1. Júlí einn lax á land en setti í fleiri. Þeir settu í risafisk í Kirkjubólsfljóti sem sleit 22 punda taum eins og tvinna.  Áin er með þessu komin í 6 laxa og við bíðum eftir fyrstu stóru göngunum.

Hvannadalsá er í sama rólyndisgírnum. Sá sem lauk veiði um helgina landaði einni 69cm hrygnu í Imbufossi sem var sleppt. Fiskar sáust í Djúpafossi og þar af eitt tröll sem menn töldu vel um 100cm. Gullvatn er í ánni og við bíðum þar líka eftir fyrstu smálaxagöngum.

 

Veiðikveðja

Jóhann Davíð –  jds@lax-a.is