Fréttamolar

Kæru veiðimenn,

Bókanir fyrir næsta sumar hafa farið afar vel af stað og nú er svo komið að lítið framboð er eftir í mörgum af ánum okkar.

Við verðum með nánast óbreytt framboð á næsta ári nema að við höfum bætt við okkur Leirvogsá og við munum ekki vera með Syðri Brú í Soginu lengur. Við þökkum landeigendum þar fyrir gott samstarf.

Talandi um Leirvogsá. Við eigum enn til góða daga næsta sumar, með breyttu agni og minni kvóta gerum við ráð fyrir að meira af fiski verði eftir í ánni síðsumars. septemberdagar í ánni á næsta ári gætu verið fjári góðir veiðidagar.

Við bendum á að framboðið í vefsölunni hjá okkur fer vaxandi með degi hverjum. Nú er hægt að finna í vefsölunni marga frábæra daga í ám eins og Böndu, Hallá o.fl.  

Vefsala Lax-Á

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is