Frábær veiði í Tungufljótinu

Það hefur verið frábær veiði síðustu daga í Tungufljótinu og hafa verið að veiðast 7-8 laxar á dag. Laxinn er meira dreifður og hefur verið að veiðast t.d. á Hólmabreiðunni, ofan í Gljúfrinu á speglinum (Laxhyl) og auðvitað áfram í fossinum. Einnig hefur verið góð veiði á Austurbakkanum, en á laugardaginn veiddi veiðimaður 5 laxa þar á nokkrum klukkustundum. Í morgun misstu veiðimenn einn og lönduðu öðrum á austurbakkanum. Það er því líf og fjör í Tungufljóti sem er kærkomið og hafa komið 100 laxar á land í september. Það verður því gaman að fylgjast með næstu dögum.

Hér er hægt að sjá lausar stangir í Tungufljóti Vesturbakka og einnig á Austurbakkanum hér.