Frábær veiði í Tungufljóti

Síðustu daga hefur verið ákaflega líflegt í Tungufljóti og laxar veiðst alla daga. Nú virðist sem stór ganga hafa komið inn í fljótið því við heyrðum af veiðimanni í morgun sem gerði ævintýralega veiði.

Við heyrðum í Jónasi veiðiverði sem sagði okkur að hann hefði séð mikið líf fyrir neðan Faxa í gærkveldi og laxa á lofti út um allt, hann bjóst því allt eins við góðri veiði í dag.

Og það kom á daginn, það var  veiðimaður í ánni í morgun og hann landaði hvorki meira né minna en 21 laxi fyrir hádegi á eina stöng.  Allt var þetta smálax fyrir utan einn og nokkrir voru lúsugir.

Við eigum leyfi í Fljótið næstu daga á góðu verði.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is