Frábær opnun í Stóru Laxá

Svæði fjögur í Stóru laxá opnaði í gær og voru menn nötrandi af spenningi fyrir opnun enda hafði hellingur af laxi sést í ánni.

Og opnunin brást ekki, menn voru með hann á um alla á. Fyrsta heila daginn í veiði veiddust 25 laxar á stangirnar fjórar og fjölmargir misstir. Menn voru mikið að hitsa og laxinn var sólginn í gáruna.

Á morgunvaktinni í dag veiddust svo sjö laxar og er hollið því komið í 32 laxa og einn dagur eftir. Allt eru þetta stórlaxar, mest á bilinu í kring um 80cm en sá stærsti 96cm. Þrír smálaxar hafa veiðst sem veit á virkilega gott fyrir sumarið.

Við eigum næstu daga lausa og þar á meðal helgina.

Dagana má sjá hér: Stóra Laxá IV – leyfi

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is