Frábær kvikmynd um Grænland – My Mom Vala

Grænland veiðibúðir lax-a.

Grænland og veiðibúðir Lax-Á í fókus árlegrar kvikmyndar bandarísks risa í útivistargeiranum.

Bandaríska stórfyrirtækið Yeti velur ár hvert áfangastað til að gera kvikmynd tengda útiveru. Það þykir sérstakur gæðastimipill að vera valinn til að taka þátt í þessu verkefni með þeim.

Í ár sýndu þeir okkur hjá Lax-Á þann heiður að velja búðirnar okkar í Grænlandi til að skjóta myndina. Valgerður Erla hjá Lax-Á og dóttir hennar Matthildur voru í aðalhlutverkum myndarinnar.

Ef þig langar að upplifa villta og óspillta náttúru Grænlands, smelltu þá hér: www.lax-a.is/onnur-lond/graenland

Kvikmyndin er augnakonfekt og sýnir Grænland í einstöku ljósi

Myndin er algert augnayndi og hlýjar manni um hjartaræturnar, þar spilar inni í stórkostleg náttúra á Grænlandi, frábær myndataka og fallegt samband þeirra mæðgna. 

Myndina má sjá hér að neðan.

Veiðikveðja 

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is

 

Get more information about fishing in Greenland here: www.lax-a.net/greenland-fishing