Forfallastangir í Eystri Rangá næstu daga

Vegna óvæntra aðstæðna forfallaðist viðskiptavinur sem átti að veiða í Eystri Rangá næstu daga. Við höfum því sett veiðileyfin í vefsöluna á algerlega frábærum kjörum. 

Ágætis gangur er í ánni og eru að koma 20 plús laxar á land flesta daga. Verðið á næstu dögum er frá 40-69 þúsund og er þá veiðileyfi og fæði og gisting fyrir einn innifalin. 

Hér má sjá og kaupa veiðileyfi í Eystri Rangá: Eystri Rangá – Veiðileyfi

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is