Flott veiði í Hallá!

Hallá er í frábæru vatni og segir veiðimaður sem hefur veitt þar í mörg ár að hann hafi aldrei séð hana svona flotta. Sá hinn sami var við veiðar síðustu daga. Varð ekki var við lax fyrsta daginn en þann næsta, eftir háflóðið, hafi laxinn bunkast inn.

Hann landaði fimm löxum og missti átta stykki. Fjórir af þessum fimm sem landað var, voru tveggja ára laxar. En hann sagðist hafa séð töluvert af smálaxi í neðstu hyljunum. Það veit á gott um framhaldið og um að gera að kanna með laus leyfi hér . 

Þessi sami veiðimaður sagði mér að hann hefði verið með 30 punda taum undir og einn laxinn hafi tekið svo hraustlega að hann rauk og sleit þennan sterka taum. Það er því allavega einn dreki þarna á sveimi.

Karl Steinar karl@lax-a.is