Flott veiði í Eystri Rangá

Eystri Rangá varð nokkuð sein til þetta árið og var ekki laust við að örlítill skjálfi væri kominn í menn þegar illa gekk fram eftir júlímánuði. En hann mætti að lokum og síðustu daga hefur verið mjög góð veiði í ánni og dagar að gefa allt að 80 laxa. 

Fínar göngur eru enn í ána og mjög líflegt á neðsta svæði, til að mynda gaf morgunvaktin á Bátsvaði 20 laxa nýlega. 

Við eigum nokkra daga lausa fram á haust og eru þeir á tilboði í vefsölunni hjá okkur. Þetta er kjörið tækifæri til að komast í góða veiði á fínu verði. 

Hér má finna leyfi í vefsölunni: Eystri Rangá – Vefsala