Flott opnun í Leirvogsá

Leirvogsá opnaði í gær þann 24.06 og var það Skúli fyrrverandi veiðivörður til margra ára sem opnaði ána ásamt félögum.

Skemmst er frá því að segja að mikið líf var í opnun. Skúli og félagar lönduðu 11 löxum eftir daginn og margir misstir. 

Mesta lífið var við brúarsvæðið, í Kvörninni og þar um kring. Þeir urðu líka varir við töluvert af laxi neðar í ánni við flugskýlið. 

Þessi opnun veit aldeilis á gott og verður spennandi að fylgjast með Leirvogsá á næstunni. 

Við eigum laus leyfi á tilboði á næstunni og má finna þau hér: Leirvogsá vefsala.

Veiðikveðja 

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is