Fínt skot í Stóru Laxá og líflegt víða

Danir-Stora4

Við heyrðum  í dönskum veiðimönnum sem brostu hringinn eftir að hafa tekið sex stórlaxa á svæði fjögur í Stóru Laxá.

Ásgarður í Soginu er að hrökkva í gang, einn kom á land á morgunvaktinni og þeir misstu annan.

Blanda heldur áfram að gefa vel og á morgunvaktinni komu 22 laxar á svæði eitt. Blanda 1 nálgast 400 veidda laxa sem er það langbesta á landinu í dag.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is