Fín veiði í Tungufljóti

Tungufljót í Biskupstungum hrökk í gang um helgina en 17 laxar hafa verið færðir í bók síðan á fimmtudag. Þykkir þetta fín veiði í ánni sem hefur verið róleg hingað til. Um fimmtíu laxar hafa veiðst nú í Tungufljóti það sem af er sumri.

Fyrir nokkrum árum, þegar seiðasleppingar í ánni gengu sem best, voru ágúst og september mánuðir alltaf sterkir. Vonandi er veiðin undanfarna daga til marks um að góðir timar eru framundan.