Eystri Rangá verður spennandi á næsta ári

Eins og líklega hefur kvisast út þá hafa sleppingar verið stórauknar í Eystri Rangá. Við erum að tala um nánast þrefallt magn slepptra seiða og sleppingar gengu vel.

Þetta ætti samkvæmt fræðunum að skila sér í margfallt betri veiði árið 2018. Í ár gaf áin rétt yfir 3000 laxa en við gerum okkur vonir um 6000 hið minnsta á næsta ári ef skilyrði verða okkur hagstæð.

Ytri áin gefur nokkuð góð fyrirheit um hvað gerist þegar sleppingar eru stórauknar. Árið 2014 gaf Ytri heildarveiði upp á 3063 laxa en þá var spýtt í lófana og byrjað að sleppa miklu meira. Árið 2015 þegar þær sleppingar byrjuðu að skila sér fór áin upp í 8803 laxa – veiðin nær þrefalldaðist.

Við myndum því hiklaust mæla með veiðileyfakaupum í Eystri Rangá á næsta ári, sumarið verður spennandi þar um slóðir.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is