Eystri Rangá – Laxveiði 2019

Eystri Rangá var flott í sumar og litlu munaði að hún tæki toppsætið af Ytri en aðeins munaði 92 löxum á ánum í lok sumars. 

Eystri stórbætti sig á milli ára og fór hún úr 2143 löxum árið 2017 í 3960 laxa árið 2018 sem er hvorki meira nér minna en 84% aukning!

Við eigum von á að Eystri haldist flott á næstu árum og eigum jafnvel von á enn betri veiði þar sem seiðasleppingar hafa verið stórauknar. 

Næsta sumar eigum við eitthvað af dögum eftir og við viljum vekja sérstaka athygli á að við eigum nokkra daga í upphafi tímabils eftir á góðu verði frá 4-6.07 eða 7.07. Þessa viku veiddust 130 laxar í ár. 

Við eigum líka skemmtilega daga á lausu á bilinu 11-18.07 en þá viku veiddust 339 laxar í ár. Þetta er mjög skemmtilegur tími í ánni þar sem göngur eru að hejfast af krafti þessa daga.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is