Eystri Rangá komin í vefsölu!

Kæru veiðimenn,

Með hækkandi sól erum við smám saman að bæta við leyfum í vefsöluna okkar sem má finna hér: Lax-Á Vefsala

Við vorum að setja inn nokkrar stangir síðsumars í Eystri Rangá sem hægt er að kaupa sem staka daga – leyfi og gisting með fullu fæði.

Veiðireglum í Eystri verður breytt í sumar þar sem hún verður eingöngu veid með flugu fram til 20.08 en veiða má einnig með spæni eftir þann tíma.  Einnig verður hóflegur kvóti á veiðunum eða 4 smálaxar á stöng á vakt. Þetta ætti að skila þeim árangri að fleiri fiskar verða í ánni síðsumars og hollið 31.08 -03.09 sem við bjóðum í fyrsta kasti því mjög spennandi.

Hér má nálgast leyfin: Eystri Rangá leyfi

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is