Dúnduropnun í Stóru Laxá 1&2

Við sögðum ykkur þær gleðifréttir um daginn að opnunarhollið í Stóru Laxá 4 hefði fengið algert flugstart. Ekki var framhaldið verra því hollið endaði í 32 löxum sem er besta opnun svæðis 4 svo langt sem elstu menn muna.

Í gær opnaði svo svæði 1&2 og þar hélt veislan áfram. Allt í keng út um allt  og 22 laxar komu á land fyrsta heila daginn. Margir af þeim voru höfðingjar í yfirstærð, þeirra stærstur 102 cm. Tíðindamenn okkar segja mikið af laxi í  Bergsnös, Stuðlastrengjum og Laxárholti.

Við eigum lausa daga á öllum svæðum á næstunni.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is