Dee og Spey í Skotlandi

Laxá hefur lengi haft umsýslu með veiðileyfum á svæðinu Lower Crathes í ánni Dee að gera. Svæðið er talið eitt það besta í ánni og eru veiðleyfin nokkuð umsetin þar sem sömu menn koma ár eftir ár.

Dee er feikna veiðsvæði með yfir 100 leyfðum stöngum í ánni, leyfin eru til þess að gera ódýr miðað við Ísland enda er veiðivon ekki næstum jafn mikil.

Kosturinn við veiðarnar í Skotlandi er sá að tímabilið er mun lengra en hér nyrða. Tímabilið byrjar í febrúar og stendur fram í október.  Fyrir menn sem eru illa haldnir af veiðiskjálfta gefur þetta tækifæri til að þenja tvíhenduna löngu áður en íslensku árnar opna bakkana.

Síðuritari prófaði síðasta vor að veiða í Dee og í sem skemmstu máli var það æðislegt. Að vísu fékk ég ekki eitt högg, en ég kastaði og ég sá lax,það var vor og náttúran í blóma.

Nú  held ég aftur til Skotlands og eftirvæntingin er mikil og Í þetta sinn er stefnan sett á ána Spey.

Veiðispáin er suddi og 12-13 gráður –  alveg fullkomið. Ég stefni á 100% bætingu frá fyrra ári, að fá alltént högg. Bara að fá að standa á bakkanum og þenja tvíhenduna er dásemd í dós.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is