DEE í Skotlandi opnar von bráðar

Nú erum við komin réttu megin við jólin og heldur fer að styttast í fyrsta kastið. En fyrir óþreyjufulla viljum við benda á skemmtilegan kost í laxveiði hjá vinum okkar í Skotlandi. Við hjá Lax-Á höfum boðið upp á ferðir í ána DEE í Skotlandi til fjölda ára. Áin er ein af fjórum bestu laxveiðiám Bretlandseyja og veiðarnar þar eiga sér langa hefð og sögu.

Lax gengur í ána mun fyrr en þekkist hér nyrðra og tekur opnunartíminn mið af því en áin opnar fyrir veiði þann 1. febrúar næstkomandi.  Besta veiðin í upphafi tímabils er á neðstu svæðunum í ánni en við hjá Lax-Á höfum einmitt til umráða leyfi í „Lower Crathes“ sem er eitt albesta svæðið í neðri hluta árinnar.

Verð veiðileyfa í ána kemur skemmtilega á óvart og við getum verið innanhandar með að útvega gistingu. Tíðar flugferðir eru til Edinborgar og Glasgow á hagstæðu verði. Þetta kjörið tækifæri til að dusta rykið af veiðarfærunum aðeins fyrr en ella og prófa að veiða í stórá í Skotlandi ríkri af sögu og hefð.

Hér er hægt að lesa nánar um DEE (á ensku) DEE

Allar nánari upplýsingar veitir Jóhann Davíð – jds@lax-a.is