DEE í Skotlandi opnar í dag !

Þó rétt sé nýslegið í febrúar þá fara nokkrir Skotar með glansbónaðar tvíhendurnar sínar ásamt vinum í dag og opna hina fornfrægu á – DEE. Við hér á skrifstofunni bíðum spennt frétta úr ánni og leyfum okkur að vera hóflega bjartsýn.

Við hleruðum á tali heimamanna að torfa af höfrungum hefði sést við árósinn og þeir töldu víst að höfrungarnir hefðu verið á höttunum eftir laxfiski. Heimamenn töldu þetta vita á gott varðandi góðar göngur þar sem höfrungarnir koma ekki saman fyrir ræfilslega smátorfu.

Við ætlum að trúa að þetta viti á gott en við munum að sjálfsögðu færa ykkur fréttir af opnuninni.

Uppfært kl: 13:48 – Fyrstu laxarnir eru komnir á land. Einn gljáspengilegur 15 punda úr Carlogie og einn silfursleginn tíu punda úr Commonty.  

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is