Dagar í Blöndu án gistingar

Við vildum vekja athygli á því að við vorum að breyta fyrirkomulagi á nokkrum dagsetningum á svæðum 3 og fjögur í Blöndu. Nú er hægt að kaupa heila daga ákveðin tímabil á þessum svæðum án gistiskyldu.

Í Blöndu 4 eru júnídagar nú án gistiskyldu og eru dagarnir á góðu verði. Hægt er að fá gistingu á mörgum stöðum í nágrenninu.  Við viljum vekja sérstaka athygli á því að 17-18.07 er laus og fylgir þá Móberg með þar sem menn sjá um sig sjálfir. Þetta er alger topptími á svæðinu.

Í Blöndu 3 eru nú dagar í júní og eftir 15. ágúst án gistiskyldu.

Auk þessa eru einhverjir hálfir dagar í boði á báðum svæðum.

Vefsöluna má finna hér: Vefsala

 

Veiðikveðja,

 

Jóhann Davíð