Breyttur veiðitími í Rangánum

Kæru veiðimenn,

Við vildum minna á að þann fyrsta ágúst breyttist veiðitíminn í í Rangánum. Nú veiða menn fyrri vaktina frá kl 15- 21 og mega mæta í hús kl 14:00.

Undirritaður átti því láni að fagna að skreppa í Ytri ána í eina vakt í vikunni. Ég átt i Rangárflúðir síðustu þrjá tímana og þar var gaman. Staðurinn pakkaður af laxi og loftköst um allan hyl. Ég náði tveimur þar af einum 88cm sem sjá má á viðhengdri mynd. Auðvitað missti ég svo einn stærri! Án djóks, hann var stóóór.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð